27 апреля 2013 г.

Varðandi brottnám kristins fólks í Sýrlandi


FréttatilkynningSéra Tímur Zolotuskiy,
Frú Agnes M. Sigurðardóttir
og Herra Pétur Bürcher,
varðandi brottnám kristins fólks í Sýrlandi.



Við, ásamt kirkjuleiðtogum um heim allan lýsum yfir hluttekningu okkar vegna örlaga svo margra kristinna einstaklinga, einnig þeirra tveggja biskupa sem voru numdir á brott, hins sýrlensk-orþodoxa biskups Youhanna Ibrahim og hins grísk-orþodoxa biskups Boulos al-Yaziji.

Grípa verður til aðgerða sem fyrst til að frelsa þá úr höndum mannræningjanna. Mannrán eru ekki leiðin til að leysa deilur milli stríðandi aðila.

Jafnframt hvetjum við íslensk stjórnvöld og alþjóðasamfélagið til að þrýsta á stríðandi aðila í Sýrlandi til að virða og vernda réttindi allra minnihlutatrúarhópa, sama hverjir þeir eru.

Megi réttlæti og friður sigra fyrir mátt bænar og samstöðu!

Séra Tímur Zolotuskiy,
fyrir hönd Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi
    Biskup Agnes M. Sigurðardóttir,
fyrir hönd Þjóðkirkjunnar
Biskup Pétur Bürcher,
fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi

Reykjavík, 27. apríl 2013